Í fyrsta skipti er alltaf í “fyrsta skipti”. Að yfirstíga eitthvað í fyrsta skipti er bara í það eina skipti eftir það er ákveðin reynslan komin hvort sem hún er einföld eða erfið. Það sem er einfalt vex í að verða léttara og svo yfir í að verða jafnvel ánægjulegt. Það sem er erfitt vex yfir í að verða yfirstíganlegra og svo jafnvel yfir í að verða auðveldara. – Að gefa sér ekki leyfi eða rými til að takast á við fyrsta skiptið kemur okkur úr jafnvægi. – Ójafnvægi kemur í veg fyrir að við njótum okkar til fulls og því mikilvægt að skoða hvað veldur okkur jafnvægisleysi í daglegu lífi.

– viðfangsefnið sem verið er að takast á við hverju sinni

– að tala eitthvað út

– að komast yfir hindrun

– að yfirstíga ótta eða óöryggi

– að leyfa sér að vera hamingjusöm

– að leyfa sér að hlægja

– að lækna fortíðina

Að hlægja innilega í fyrsta skipti eftir missi eða í sorgarferli er erfitt en gott á sama tíma. – Erfitt breytist smátt og smátt í gott sem breytist svo í létti sem breytist svo í að verða ánægjulegt.

– Hvaða “fyrsta skipti” í þínu lífi þarft þú aðstoð með að yfirstíga til að halda betra jafnvægi?

Kærleikskveðja, Anna Hulda