Jafnvægislínan

Category: Tags: ,

Vörulýsing

Hvernig ætlar þú að nýta þennan tíma?

Við stöndum frammi fyrir vægast sagt sérstökum tímum og það hefur heldur betur verið hrist upp í okkar daglega lífi. Á tímum sem þessum er okkur hollt að staldra við og ákveða hvort að við ætlum að hleypa áreiti heimsins inn til okkar og leyfa því að þreyta okkur svo mikið að við verðum fegin að komast út í nýjan en óþekktan veruleika þegar þetta verður allt yfirstaðið. EÐA hvort að við ætlum nota tækifærið til að endurhlaða okkur og endurhanna líf okkar, þannig að getum gengið frá þessu tímabili upprétt og upplifað þann veruleika sem við raunverulega viljum lifa í dagsdaglega?  

Hvernig mun þín saga hljóma?

Þetta tímabil er að fara á spjöld sögunnar, um það verður skrifað í sögubækur framtíðarinnar á öllum tungumálum, gerðar verða heimildamyndir og kvikmyndir. Við munum öll muna hvar við vorum stödd þegar heimsfaraldurinn Covid-19 breyddist út árið 2020. Þegar þú munt rifja þennan tíma upp eftir hálft ár, eitt ár eða jafnvel eftir átta ár hvernig viltu þá að þín eigin saga hljómi. Hvaða jákvæðu þætti lærðir þú og gastu nýtt þér það áfram í lífinu og þá hvernig og/eða hvaða erfiða reynsla sat eftir og hvernig tókst þér að vinna úr þeirri reynslu?

Tími tiltektar

Veistu hvað það er sem þú þarf að hafa á jafnvægislínunni þinni og hvað þú þarft að losa af henni? Er pláss fyrir draumana þína? Komdu með í 6. vikna ferð þar sem við skoðum saman hverju þú vilt halda og hverju þú vilt sleppa í tengslum við hugarfar, fjölskylduna, vinnuna, félagslífið, hreyfingu og margt fleira. Ég mun aðstoða þig skref fyrir skref að við vinna úr öllum hugmyndinum þínum og draumum og að koma auga á öll þau tækifæri sem bjóðast þér, ásamt því að hreinsa út það sem ekki er lengur að þjóna tilgangi í lífi þínu og búa til pláss fyrir það sem skiptir þig mestu máli.

6 vikna netnámskeið. 

Innifalið:
Vikuleg verkefni sem skila árangri
Vikulegir fundir á netinu (spurt og svarað)
1:1 Maður á mann samtal tvisvar á tímabilinu
Hugarkort
Hvatning og eftirfylgni

Verð: 44.900,-

 “Frábært námskeið, ég fékk skýra sýn á hvað skiptir mig mestu máli og að setja fókusinn á mig og stelpurnar mínar. Vá hvað það var gott að losna við gamla drauga”  – Margrét, kennari og tveggja barna móðir.

“Góð áminning um að stoppa aðeins í erli dagsins og klára sig ekki” – Ingibjörg, framkv.stjóri

Þú getur pantað viðtal með því að senda mér skilaboð í síma 868-4936 eða á hjartabaejarins@hjartabaejarins.is og ég mun glöð taka stöðuna með þér.

Skráðu þig hér:  https://annahulda.typeform.com/to/eXDOZg  

* Hægt er að sækja um niðurgreiðslu hjá flestum stéttarfélögum.

Kveðja, Anna Hulda

 

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Jafnvægislínan”

Your email address will not be published. Required fields are marked *