Vörulýsing
Prjónahelgar á Löngumýri í Skagafirði ~ Hefur þú gaman af því að prjóna í frábærum félagsskap þar sem gleðin og hamingjan eru við völd? Þá er þetta eitthvað fyrir þig
Staður: Langamýri í Skagafirði
Stund:
12 – 15. Mars UPPSELT
19 – 22. Mars – ATH nýjar dagsetningar 30. Apríl – 03. Maí
26 – 29. Mars – ATH nýjar dagsetningar 3 – 6. September
Innifalið:
* Gisting í tvær eða þrjár nætur
* 2-3x morgunmatur
* 2x kvöldmatur
* 2-3x hádegismatur
* Prjónanámskeið
* Flot
Verð per mann fyrir tvær nætur 47.000,- (Í tveggja manna herbergi)
Verð per mann fyrir þrjár nætur 51.000,- (Í tveggja manna herbergi)
Ég veit fátt skemmtilegra en að vera umkringd skapandi og skemmtilegu fólki – það verður til einhver einstök dýnamík þar sem að kraftur, hjálpsemi og hamingja ríkir. Langamýri á sér einstaka sögu tengda hannyrðum og kærleiksstarfi og það er magnað að finna hvað kærleiksandinn er áþreifanlegur á þessum fallega stað.
Ef þú vilt nánari upplýsingar um helgarnar þá ekki hika við að hafa samband við mig.
Sendu mér fyrirspurn eða bókaðu þig hér á hjartabaejarins@hjartabaejarins.is
Ég hlakka til að heyra frá þér
Anna Hulda
Reviews
There are no reviews yet.