Um mig

Hvað get ég gert fyrir þig?

Ég heiti Anna Hulda Júlíusdóttir, að flétta saman brennandi áhuga minn á að leiðbeina, skapa- og að þjónusta í kærleika hefur tekið nokkur ár og afraksturinn er nú að líta dagsins ljós. Hjarta bæjarins er regnhlíf yfir það sem ég hef verið að starfa við síðustu ár, ásamt því sem reynst hefur mér best í að hlúa að mér sjálfri. Ég er með BA í Djáknafræðum og veit fátt betra en að aðstoða einstaklinga við að finna eða endurmeta þær leiðir sem hentar hverjum og einum til að gera okkur sterkari til að takast á við þau verkefni sem lífið réttir okkur hverju sinni. Megin áhersla er lögð á sjálfstyrkingarnámskeið, fyrirlestara, sálgæslu, fræðslu og flot-meðferð.

Netnámskeið    “Jafnvægislína” og “Gefðu þér tíma ” fara fram á netinu sem gerir þér kleift að stunda þau hvenær sem er og hvar sem er.

Flot – meðferð í vatni  Ég er vatnsmeðferðaraðili og hef lokið námi fagaðila undir handleiðslu Flothettu og Omer Shenar.  Mátt vatnsins þarf vart að kynna og ég hlakka til að taka þátt í að innleiða þessa nýju dásamlegu nálgun í slökun og næringu fyrir líkama og sál. Veturinn 2021-2022 mun ég bjóða uppá flotmeðferð í sundlauginni á Löngumýri alla þriðjudaga, bókanir á flotogfrelsi@gmail.com Og í Sundlaug Ólafsfjarðar alla fimmtudaga, bókanir á https://www.facebook.com/groups/2748453035211465 

Prjónahelgar Ég er umboðssaðili á Íslandi fyrir hágæða garn frá swissneska framleiðandanum LANG YARNS. Ég býð upp á stórkostlegar prjónahelgar á Löngumýri í Skagafirði. Næstu helgar verða í mars 2022.

Sálgæsla Líf okkar takmarkast ekki við fortíð okkar og/eða þau verkefni sem lífið réttir okkur hverju sinni. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og stundum eru verkefnin okkur þungbær og við þurfum hlustun og nærveru. Ég bý að margra ára reynslu af sálgæslu bæði í nærveru og fjarbúnaði. Hvernig get ég aðstoðað þig?

Fylgstu með og skráðu þig á póstlistann fyrir reglulegar fréttir af fyrirhuguðum námskeiðum og spennandi nýjungum.

Ef þú vilt panta námskeið, fyrirlestur, fræðslu eða sálgæslu viðtal fyrir þig eða hópinn þinn þá endilega hafðu samband og við skoðum hvað hentar þér best.

Ég hlakka til að þjónusta þig.

Hjartans kveðjur

Anna Hulda 

 

 

Lifðu drauma þína

“There is freedom waiting for you,

On the breezes of the sky,

And you ask “What if I fall?”

Oh but darling,

What if you fly?”

– Erin Hanson

 

“Allt sem ég veiti athygli vex og dafnar”

Þekking-Reynsla-Gæði

Þekking – Reynsla – Gæði

Sérsníðum að þínum óskum

Uppbyggjandi netnámskeið

Flotmeðferð

Prjóna- og dekurhelgi

Gæða garn