Um okkur og verslunina

Hjarta bæjarins, fyrir þig.

Hjarta bæjarins er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í desember 2016. Megin áherslur er sala á hönnun og handverki, garni og gjafavöru. Hönnunar- og handverksvörurnar eru unnar af einstaklingum sem eiga rætur í Fjallabyggð og það er okkur sönn ánægja að segja frá því að yfir fjörtíu einstaklingar eiga vörur hjá okkur. Með tíð og tíma munu þær vörur einnig fást í vefverslunni okkar. Verslunin okkar er staðsett í hjarta Siglufjarðar, við hliðana á bakaríinu við Aðalgötuna.

Við erum umboðssaðili á Íslandi fyrir hágæða garn frá swissneska framleiðandanum LANG YARNS. Vegna mikillar eftirspurnar þá ákváðum við að mæta þörfum viðskiptavina okkar með vefversluninni og munum gera okkar besta til að mæta þínum væntingum. Á næstu vikum munum við bæta við nýjum tegundum.

Fylgstu með og skráðu þig á póstlistann okkar fyrir reglulegar fréttir af okkur.

Við hlökkum til að þjónusta þig.

Hjartans kveðjur.

Anna Hulda, Tryggvi og Júlíus.

Handverk og hönnun 

Væntanlegt í vefverslun.

Af hverju að velja okkur

Þú og samfélagið

Með því að kaupa vörur hjá okkur styður þú m.a. við íslenskt handverksfólk.

Sérsníðum að þínum óskum

Viltu gleðja Gunnu frænku á Hornafirði með æðislegu garni frá LANG?

Við sendum pakkann beint til hennar.

Sendum hvert á land sem er

Ef verslað er fyrir klukkan 15:00 virka daga þá gerum við okkar besta til að koma vörunni þinni í póst samdægurs. Engin sendingarkostnaður ef verslað er fyrir 10.000 og meira.